Opnun nýs fangelsis að Sogni

SognIMG_6338
SognIMG_6338
Þann 1. júní var nýtt fangelsi opnað að Sogni í Ölfusi.

Fangelsi opnað að Sogni í Ölfusi

 

Þann 1. júní var nýtt fangelsi opnað að Sogni í Ölfusi. Bæjarstjóri Ölfuss, Ólafur Örn Ólafsson bauð starfseminga velkomna í sveitarfélagið og lýsti yfir ánægju með að húsnæðið væri tekið í notkun að nýju.

Fangelsið er skilgreint sem „opið" fangelsi og verður það rekið sem útibú frá öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni og leysir fangelsið að Bitru af hólmi, en þar var rekið opið fangelsi frá árinu 2010. Hægt verður að vista að Sogni allt að 20 fanga, en gerðar hafa verið þó nokkrar endurbætur á húsnæðinu sem áður hýsti réttargeðdeild. Að Sogni munu starfa átta fangaverðir.

Við opnunina síðastliðinn föstudag bauð forstöðumaður fangelsisins, Margrét Frímannsdóttir, gesti velkomna.  Síðan tóku til máls Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, Sigurður Guðmundsson, formaður fangavarðafélagsins og sr. Hreinn Hákonarson, fangelsisprestur sem blessaði starfsemi fangelsisins.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?