Orð eru ævintýri er gjöf til allra barna á Íslandi fædd 2018, 2019 og 2020. Um er að ræða myndaorðabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál og verður aðgengileg á rafrænu formi á vef ásamt gagnvirkum verkefnum og kennsluleiðbeiningum fyrir leik- og grunnskóla. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.
Bókagjöfin verður afhent á Leikskólanum Bergheimum núna á næstunni.
Bókin er gefin út af Menntamálastofnun og var unnin í samvinnu Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, námsbrautar í talmeinafærði við Háskóla Íslands, leikskólanna Laugasólar og Blásala, Austurbæjarskóla og Menntamálastofnunar.