Pokar fyrir plastflokkun

Poki_plastsofnun
Poki_plastsofnun

Nú gefst íbúum Ölfuss kostur á að flokka plast til viðbótar við flokkun í blátunnu

Nú eru íbúar Ölfuss orðnir nokkuð vanir því að flokka sorp og kvarta sumir jafnvel yfir því að ekki sé hægt að flokka meira en í blátunnu og tunnu með venjulegu heimilissorpi.  Þeir hinir sömu ættu að geta tekið gleði sína nú, því Sveitarfélagið Ölfus býður upp á plastflokkun í viðbót við hitt. Hægt er að nálgast poka fyrir plastflokkun á bæjarskrifstofu eða á gámasvæði. Pokarnir eru nokkuð stórir og best að geyma þá í geymslu eða í bílskúr þar sem plastinu er safnað þar til pokinn er fullur. Þá þarf að fara með pokann á gámasvæðið og henda í sama gám og geymir bylgjupappa.  Á gámasvæðinu er síðan hægt að fá nýjan poka til að halda áfram að flokka.

Þá er ekkert því til fyrirstöðu að flokka plast en eins og fyrr segir er hægt að nálgast pokana á bæjarskrifstofu eða á gámasvæðinu.

bhg

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?