Viðmiðunarreglur snjómoksturs í Þorlákshöfn
Snjómokstur á götum (sjá kort):
Reynt verður að haga snjómokstri þannig að fyrst skal „stinga í gegn“ og mynda slóð og ræður þar forgangsröð gatna áður en byrjað er að breikka slóðina.
- Mokstur hefst á forgangi 1 eða rauðum götum. Í forgangi 1 felst að gera fært um helstu götur. Stefnt skal að því að fært sé eftir rauðum götum kl. 8:00 á virkum dögum, þannig að fært sé að grunnskóla, leikskóla, íþróttamiðstöð, slökkviliðsstöð, heilbrigðisstofnun, niður að höfn, og ákveðinn öryggishring sem nýtist flestum bæjarbúum.
- Götur í forgangi 2, grænar götur, eru næstar í röðinni. Verklok eru óviss og hefur verkstjóri Þjónustumiðstöðvar frjálsræði í hvaða röð göturnar eru mokaðar.
- Plön og heimkeyrslur við íbúðarhús og fyrirtæki eru ekki mokuð á kostnað sveitarfélagsins.
- Mokstur vegna eldri borgara og öryrkja er við sérstakar aðstæður framkvæmdar samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar. Ef óskað er eftir hreinsun þarf að sækja um það skriflega hjá félagsþjónustunni. Ekki er um handmokstur að ræða. Þessari þjónustu verður ekki sinnt fyrr en að forgangi 1 og 2 er lokið eða samkvæmt ákvörðun verkstjóra. Nánari upplýsingar eru í síma 480-3800.
- Sveitarfélagið Ölfus greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs sem til hefur verið stofnað án samþykkis, nema ef beiðni um mokstur kemur frá lögreglu, slökkviliði, læknum eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðartilvika, skal þá sinna því strax. Ofantöldum er heimilt að kalla út tæki án samþykkis verkstjóra og er verktökum kunnugt um það.
Óumflýjanlega mun snjór hlaðast upp framan við innkeyrslur við snjóruðning. Þegar forgangi 1 og 2 er lokið er hafist handa við að hreinsa frá innkeyrslum.
Stígar og gangstéttar (sjá kort ):
- Aðalstígar og gangstéttar sem tengja hverfi og skólasvæði eru í forgangi 1. Reynt er að tryggja að þessir stígar séu ávallt færir og ganga þeir fyrir öðrum stígum allan tímann sem þurfa þykir. Vinna hefst að jöfnu eigi síðar en kl: 08:00.
- Reynt að halda gönguleiðum opnum á virkum dögum eins og kostur er.
- Hálkueyðing og snjómokstur skal vera ákvörðun verkstjóra Þjónustumiðstöðvar. Hann skal ákveða hvort eða hvenær skuli farið í gönguleiðir í öðrum forgangi.
Aðrir stígar og gangstéttar eru í forgangi 2. Farið er í hreinsun á þessum stígum eftir að tryggt er að stígar með fyrsta forgang eru færir.
Stígar í 3. forgangi s.s. minni gönguleiðir, húsagötur og fleira.
Þegar viðverandi hálka eða snjókoma er skal verkstjóri meta og velja staði sem fara þurfi í eftir að búið er að tryggja að gönguleiðir í fyrsta og öðrum forgangi eru greiðfærar.
Plön við stofnanir
Bílastæði við skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð, Egilsbraut 9 og bæjarskrifstofur eru í forgang og stefnt skal að því að þau séu hreinsuð fyrir kl: 08:00 á virkum dögum, ávallt þegar þörf er talin á því.
Notuð eru tæki bæjarins, vörubíll með snjótönn, traktorsgrafa með snjótönn og traktor með snjótönn. Ennig erum við með lítinn traktor sem notaður er á gangstíga. Auk þessara tækja eru verktakar kallaðir inn eftir þörfum.
Hafa ber í huga að reglur þessar eru viðmiðunarreglur og ber að líta á þær sem slíkar. Fátt er jafn breytilegt og veðurfar og snjóalög.
Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri í síma 899 0011.
Reglur um snjómokstur í dreifbýli Ölfuss
1. Séu tvö heimili eða fleiri á sama afleggjara þá er mokað heim að innsta bær á afleggjaranum eftir þörfum en að hámarki 3 sinnum í viku.
2. Þar sem börn á grunnskólaaldri búa er þó leitast við að búið sé að moka alla virka daga, samkvæmt skóladagatali, fyrir kl. 07.30.
3. Þá daga sem sorphreinsun er verður reynt að moka heim á hlað á öllum bæjum og hálkuverja sé þess þörf og tæki til þess aðgengileg.
Vegagerðin metur hvenær þörf er á mokstri en verklagið er þannig:
Verktaki skal fylgjast með því í samráði við sveitarfélagið og meta hvort þörf er á mokstri. Telji verktaki/sveitarfélagið þörf á að moka skal hafa samband við Vegagerðinna í síma 522-1369 og fá samþykki fyrir mokstri.
Samningur við Vegagerðina um snjómokstur í dreifbýli
Samningur við Garpar ehf. um snjómokstur í dreifbýli
Umsókn um snjómokstur(rafræn)
Eigið góðan dag.