Á föstudagskvöldinu var lista- og handverkssýning opnuð í Ráðhúsi Ölfuss.
Á föstudagskvöldinu var lista- og handverkssýning opnuð í Ráðhúsi Ölfuss. Á sýningunni gefur að líta mjög fjölbreytt verk eftir 39 einstaklinga í Ölfusinu. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá 14-18 og verður boðið upp á tónlistaratriði, upplsetur úr bókum, listasmiðjur og margt fleira. Nánar er hægt að skoða dagskrá hvers dags í viðburðadagatalinu hér á vefnum.
Prjónaðir tröllaskór
Margrét Stefánsdóttir söng við undirleik Esterar Ólafsdóttur
Flottar peysur og húfur
Dáðst að ullarvörum
Upphlutur, peysuföt og faldbúningur
Lesið á miða við málaða steina
Prjónað í prjónahorninu
Mikil fjölbreyttni einkennir sýninguna
Ullarvörur í glerskáp
Útsaumur á borðum og málverk á veggjum