Helgina 1.-4. nóvember verður í fimmta skiptið efnt til Safnahelgar um allt Suðurland. Þetta er einhver stærsti menningarviðburður ársins á svæðinu enda taka tæplega 90 aðilar þátt og bjóða upp á margvíslega viðburði.
Dagskrá Safnahelgar er hægt að skoða í pdf skjali HÉR!
Helgina 1.-4. nóvember verður í fimmta skiptið efnt til Safnahelgar um allt Suðurland. Þetta er einhver stærsti menningarviðburður ársins á svæðinu enda taka tæplega 90 aðilar þátt og bjóða upp á margvíslega viðburði. Svæðið þar sem boðið er upp á viðburði er stærra en nokkru sinni áður, það nær frá Selvogi í vestri og allt austur í Höfn í Hornafirði. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sem haldin verður fimmtudaginn 1. nóvember, á Kirkjubæjarklaustri, en hún markar einnig upphaf uppskeruhátíðar Skaftárhrepps sem er árviss viðburður. Opnunarhátíðin fer fram í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli kl. 16:30.
Í kjölfarið taka við viðburðir um allt Suðurland. Boðið verður upp á margvíslegar sýningar, markaði, villibráðahlaðborð, tónleika, fýlaveislu, leiksýningar, opnar vinnustofur, hrollvekjustund, handverk og fjölmargt fleira.
Íbúar á Suðurlandi sem og gestir eru hvattir til að skoða dagskrána og nota tækifærið sem býðst til að njóta sköpunar, krása, listfengis og menningararfsins sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Safnahelgi 2008-2010
Dagskrá Safnahelgar er hægt að skoða í pdf skjali HÉR!