Kæru íbúar,
Veðurútlitið um helgina gefur til kynna miklar leysingar og talsverða úrkomu. Þar sem rigning fellur á klakabunka eða þjappaðan snjó gæti myndast mikil hálka. Við viljum biðla til ykkar allra að vera vakandi fyrir aðstæðum og sýna samstöðu til að koma í veg fyrir vatnstjón og tryggja öryggi.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru nú í óða önn við að bregðast við aðstæðum. Þeir eru að vinna hörðum höndum að því að hreinsa niðurföll og tryggja greiðfærni gatna og gangstíga. Þrátt fyrir það er ljóst að það mun verða mikil hálka, færð mun spillast og leysingavatn verður til trafala.
Við hvetjum ykkur eindregið til að aðstoða með því að hreinsa frá niðurföllum við heimili ykkar, þar sem stíflur geta valdið vatnstjóni. Ef þörf er á sandi til hálkuvarna er hægt að nálgast hann á gámasvæðinu – íbúar geta komið með fötur og fyllt á eftir þörfum.
Við minnum alla á að fara varlega á götum og gangstígum og sýna sérstaka aðgát. Með samstilltu átaki getum við tryggt að við öll komumst örugglega í gegnum þessa veðuráskorun.
Takk fyrir samvinnuna og hugulsemina!
Sveitarfélagið Ölfus