SamEvrópska  HREYFIVIKAN  "MOVE WEEK”

Hreyfivika
Hreyfivika
Hreyfivikan "Move week"
Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október 2014.

Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október 2014.  Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af  “The NowWeMove 2 012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA)  sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” ”að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því”. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni ”MOVE WEEK” í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á www.umfi.is og endilega hafið samband ef þið viljið vera með viðburð í nafni herferðarinnar í haust. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?