Move week
Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september 5.október 2014.
Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september 5.október 2014. Hreyfivikan MOVE WEEK er hluti af The NowWeMove 2 012-2020 herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.
Framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).
Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á www.umfi.is
Dagskrá í Þorlákshöfn
Mánudagur 29. september.
Kl. 17:00. Heilstustígurinn formlega vígður og öllum boðið að ganga hringinn með leiðsögu.
Þriðjudagur 30. september
Sundleikfimi.
Ferðamálafélag Ölfus verður með gönguferð á Litla Sandfell í Þrengslum.
Lagt af stað frá bakaríinu kl. 18:00.
Kl. 10:20. Boccia hjá eldri borgurum í íþróttahúsinu.
Miðvikudagur 1. október.
Frítt í sund. Sundlaugin opin frá kl.07:00 til 21:00.
Fimmtudagur 2. október.
Badminton í umsjóm badmintondeildar Umf. Þórs.
Kl. 17:45 yngri iðkendur og kl. 20:30 eldri iðkendur.
Kl.17:15 Sundleikfimi.
Föstudagur 3. október.
Frítt í líkamsrækt. Ræktin er opin frá kl 06:00 til 21:00.
Laugardagur 4. október.
Kl. 10:00 Gönguferð eftir heilsustígnum 3,4 km. með leiðsögn.
Sunnudagur 5. október.
Kl. 12:00. Badmintondeild Umf. Þórs býður öllum í badminton.
Nú er bara að drífa sig af stað og taka þátt í hollri hreyfingu og útivist.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.