Ómar Smári Ármannsson leiðsagði um Suðurströndina
Laugardaginn 23. júní hélt stór hópur áhugasamra ferðalanga með rútu frá Þorlákshöfn til Grindavíkur.
Laugardaginn 23. júní hélt stór hópur áhugasamra ferðalanga með rútu frá Þorlákshöfn til Grindavíkur. Efnt var til ferðarinnar af tilefni opnunar Suðurstrandarvegar og var lögreglumaðurinn Ómar Smári Ármannsson leiðsögumaður, en hann er mjög fróður um þetta svæði, á m.a. heiðurinn að örnefnakorti sem hægt er að skoða á skilti við Strandarkirkju og á sýningu sem nú stendur yfir á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Um 40 manns tóku þátt í ferðinni og tókst hún með eindæmum vel enda mikil veðurblíða og fallegt landslag sem ekið var um. Stoppað var við Strandarkirkju, í Herdísarvík og við Selatanga og síðan var boðið upp á kaffi og kleinur í Kvikunni í Grindavík, en Kvikan heitir það hús sem áður hét Saltfisksetrið.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í ferðinni, en á sunnudeginum mætti síðan hópur frá Grindavík til Þorlákshafnar, sem tekið var á móti á Bæjarbóaksafni Ölfuss og víðar í bænum.