Í dag, uppstigningardag, verða Hafnardagar settir formlega í íþróttahúsinu klukkan 14:00
Í dag, uppstigningardag, verða Hafnardagar settir formlega í íþróttahúsinu klukkan 14:00. Bæjarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson, flytur ávarp, Lúðrasveit Þorlákshafnar flytur nokkur lög og formaður menningarnefndar, Magnþóra Kristjánsdóttir veitir í fyrsta skipti Listaverðlaun Ölfuss.
Að setningu lokinni verður heilmikil leikjadagskrá sem Körfuknattleiksdeild Þórs hefur skipulagt. Deildin mun einnig sjá um veitingasölu en leikjadagskráin fer fram á íþróttaleikvangi sunnan íþróttahúss.
Hægt er að skoða dagskrá Hafnardaga í viðburðatali hér á síðunni eða á vefnum.
Seinna í dag verður sundlaugarpartý fyrir krakkana (athugið aldursskiptingu). Óskað er eftir aðstoð foreldra við gæslu í sundlaugarpartýi hjá yngri hópnum frá klukkan 17:00-19:00.
Gallerí Hendur í höfn býður upp á spennandi dagskrá. Norbert Ægir Muller mun flytja erindi um húmor klukkan 19:00 og klukkan 20:00 verður handavinnukaffi.
Dagskrá þessa dags lýkur síðan með bítlatónleikum klukkan 20:00 í ráðhúsinu. Það er Gunni Óla og bítlabandið sem verða með tónleikana en miðaverð er 1.500 krónur.
Myndirnar hér til hliðar voru teknar annarsvegar á karókíkvöldi þar sem börn á aldrinum 8-13 ára sungu fullum hálsi og hinsvegar á opnun ljósmyndasýningar við Selvogsbraut, þar sem börn úr leikskólanum Bergeheimum sungu þrjú lög. Reyndar eru myndirnar ekki enn komnar upp vegna tækniörðugleika, en börnin stilltu sér bara upp til myndatöku og bjugu til sína eigin ljósmyndasýningu. Myndirnar er hægt að skoða á vefsíðunni :