Björgunarsveitin Mannbjörg hefur undanfarið unnið að skipulagningu dagskrár fyrir Sjómannadaginn og nú hefur hún litið dagsins ljós. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:
Laugardagur 11. júní
11-14 Dagskrá á bryggju
- Mannbjörg býður börnunum í bátsferð á Draupni
12-18 Kolaports stemmari í Ráðhúsinu
- Heimafólk með ýmislegt til sölu
- Kaffi, vöfflur með rjóma og eitthvað til að narta í
12-18 Hoppukastalar í skrúðgarðinum
Sunnudagur 12. júní
11-14 Dagskrá í sundlauginni
- Koddaslagur (allur aldur)
- Reipitog (skorum á hópa af 4 manns að skrá sig, skráning fer fram á mannbjorg@gmail.com)
12-18 Hoppukastalar í skrúðgarðinum
15-18 Árlegt kaffihlaðborð björgunarsveitarinnar í Ráðhúsinu (2500 kr 18 ára og eldri, 1500 kr 12-17 ára og frítt fyrir 11 ára og yngri)
15-18 Fjör í skrúðgarðinum
Strumparnir, unglingadeild björgunarsveitarinnar sér um ratleik fyrir 10 ára og yngri.
Candyfloss (500 kr)