Skammdegishátíðin Þollóween hefst í dag

Skammdegishátíðin Þollóween hefst í dag og er dagskrá alla vikuna. Það eru að venju nokkrar duglegar nornir sem sjá um utanumhald og skipulag hátíðarinnar í sjálfboðavinnu. Sveitarfélagið Ölfus styrkir hátíðina auk fjölmargra fyrirtækja til að hátíðin verði sem allra best.

Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og verður hún vinsælli með hverju árinu. Á dagskránni eru viðburðir sem flestir ættu að kannast við: Draugagarðurinn, Ónotaleg sundstund, draugahús 10. bekkjar, vasaljósaratleikurinn Grafir og bein, búningadagur í leik- og grunnskóla, hrollvekjur í Félagsmiðstöðinni og Frístund, Grikk eða gott, Nornasýning í galleríi undir stiganum, Draugahúsið og Nornaþing.

Þollóweennornirnar bíða spenntar eftir því að hræða líftóruna úr gestum og eiga saman hrollvekjandi viku í Þorlákshöfn. Þær mælast til þess að íbúar setji upp skreytingar við hús sín og híbýli og taki virkan þátt í gleðinni. 

Sjá dagskrá:

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?