Auglýsing um skipulagsmál fyrir Sveitarfélagið Ölfus.
Deiliskipulagsmál.
Kynnt er skipulagslýsing fyrir deiliskipulag samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulagslýsing fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn. Stöðin nær til lóðanna Vesturbakki nr. 6 og 8 og nr. 19 við Unubakka. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturbakka og einnig frá Unubakka inn á lóðina nr. 19. Svæðið sem nota á er tæpur 1. ha að stærð. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að leita leiða til að bæta fyrirkomulag söfnunar og förgunar úrgangsefna og draga úr urðun á sorpi. Markmið fyrir svæðið eru m.a.: Að tryggja góða þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtækin í Þorlákshöfn á sviði flokkunar og förgunar hvers kyns úrgangs. Bestu fáanlegri tækni verði ávalt beitt til að auka endurvinnslu og draga úr mengun frá úrgangi. Lögð verður áhersla á að umgengni og ásýnd svæðisins verði ávallt til fyrirmyndar. Svæðið verður afgirt og vaktað með eftirlitsmyndavélum. Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss.
- Skipulagslýsing fyrir athafnasvæði Fiskalóns, fiskeldisstöðvar, í Ölfusi. Lýsingin nær yfir svæði sem merkt er I8 í aðalskipulagi og skilgreint fyrir fiskeldisstöð. Verið er að stækka þá starfsemi er þegar uppbyggð að Fiskalóni og verður hún beggja vegna við Þorlákshafnarveg og er heildarsvæðið um 9,3 ha og skiptist upp ó þrjár lóðir. Skipulagslýsingin tekur á byggingarmagni, hæð á húsum, nýtingarhlutfalli á lóðum og aðkomu að svæðinu frá Þorlákshafnarvegi. Seiðaeldisstöð hefur verið rekin á svæðinu um áratugaskeið. Með lýsingunni er verið að sýna hvernig hægt er að byggja svæðið upp og efla starfsemina. Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss.
- Skipulagslýsing fyrir íbúðasvæði norðan við Norðurbygg í Þorlákshöfn. Svæðið er innan reits í aðalskipulagi sem nefndur er Í6. Gert er ráð fyrir blöndu af einbýli og rað- og parhúsum á einni hæð. Einnig nær svæðið til þjónustureits sem skilgreindur er V2 í aðalskipulagi. Markmiðið er að mynda fallega og heilstæða íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar tengsl við núverandi byggð. Að bjóða uppá misstórar lóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir. Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss.
- Skipulagslýsing fyrir íbúðabyggð, Búðahverfið. Fyrir liggur skipulag fyrir svæðið sem samþykkt var 2001. Breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulaginu sem minnkaði svæðið, en skipulagið gerði ráð fyrir 228 íbúðum innan svæðisins í einbýlis-, par- og raðhúsum. Uppbygging á svæðinu hefur gegnið hægt og var sú ákvörðun tekin að gera breytingar á nýtingu lóða fyrir par- og raðhús. Þeir byggingareitir sem eru innan lóða breytast ekki og ekki heldur nýtingarhlutfall fyrir lóðir. Heimilt verði að bæta við íbúð innan byggingarreits par- og raðhúsa til að geta boðið fjölbreyttar stærðir íbúða og mætt þörfum þeirra sem eru að kaupa sér íbúðir. Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss.
Aðalskipulag og deiliskipulag.
Kynnt er skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er lýsingin fyrir deiliskipulag sem unnið verður á grunni aðalskipulagsins samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin tekur til endurskoðunar á skipulagi hafnarsvæðisins vegna breyttra forsenda og þróunar á hafnarsvæðinu. Skoðuð verður framtíðar aðkoma að hafnarsvæðinu og vegakerfisins innan norðurhluta svæðisins. Skoðuð verður tenging við Þorlákshafnarveg, breytingar á hafnarmannvirkjum, staðsetningu fráveitunnar frá bænum og uppbyggingu ferðaþjónustu innan svæðisins. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið nýtt deiliskipulag fyrir svæðið með skilgreiningu á nýjum lóðum. Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss.
Ofangreindar lýsingar liggja frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16 virka daga. Lýsingarnar eru til kynningar frá 8. júní 2017 til 22. júní 2017.
Hér má finna nánari upplýsingar um skipulögin