Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn sem afmarkast af Vesturbakka, Skarfaskeri, Unubakka og Hraunbakka.
Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 31. ágúst 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn innan Vesturbakka, Skarfaskers, Unubakka og Hraunbakka samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Innan reitsins er m.a. móttöku- og flokkunarstöð sem kemur á lóðirnar Vesturbakka 6 og 8 og geymslusvæði fyrir sveitarfélagið á Unubakka 19.
Auglýsingin fyrir deiliskipulagið liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 22. september til 3. nóvember 2017.
Sjá skipulag í kynningu hér.