Skipulag í kynningu: Skipulags- og matslýsing fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.

Hér er sett fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið skipulagsvinnunnar er að endurskoða skipulag á hafnar­svæð­inu vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu. Skoðuð verður framtíðaraðkoma að hafnarsvæðinu og fyrirkomulag vegakerfis á norðurhluta svæðisins. Einnig verður skoðuð tenging við Þorlákshafnarveg, breytingar á hafnarmannvirkjum og staðsetning frárennslis. Samhliða aðalskipulags­breytingunni er unnin breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. verða skilgreindar nýjar lóðir.

Skipulags og matslýsing fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.

Skipulagslýsingin er til kynningar til 2. nóvember 2017 og óskað eftir að ábendingar verði sendar á netfangið sigurdur@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?