Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 23.02.2023 skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag í Meitlum í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Orka Náttúrunnar fyrirhugar að deiliskipuleggja svæðið vegna tilraunaborhola. Rannsóknin er liður í að afla orku til húshitunar miðað við spár um mannfjöldaþróun og viðhalda rafmagnsframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.
Meitlar skipulags- og matslýsing
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. mars til 13. apríl 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir lok vinnudags þann 13. apríl.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi