Skipulagslýsingar fyrir breytingar á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss

Skipulagslýsingarnar eru á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is undir kassanum á forsíðunni, framkvæmdaleyfi og skipulag.

Skipulagslýsingar fyrir breytingar á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022, samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem taka til:

1.           Skipulagslýsing fyrir 66kV jarðstrengur sem Landsnet leggur frá Selfossi að spennistöð við                Þorlákshöfn. Strengurinn liggur innan Ölfuss frá Óseyrarbrú, fyrst með þjóðveginum og síðan                yfir sandinn að kambinum og að þjóðveginum og með honum að spennistöðinni.

2.           Skipulagslýsing fyrir iðnaðarsvæði uppi á Norðurhálsum, við rætur Skálafells. Verið er að                stækka iðnaðar- og vinnslusvæðið við Hverahlíð. Frá Hverahlíð verður lagður vegur upp á                Norðurhálsa að borsvæðum sem þar verða staðsett.

3.           Skipulagslýsing fyrir stækkun á iðnaðarsvæði I23 við Keflavík og á iðnaðarsvæði I3 við                Laxabraut í átt að gömlu grjótnámunni. Einnig breyting á reiðleið við Bolaöldur.

4.           Sagt frá skipulagslýsingum sem áður hafa verið kynntar og sendar út til umsagnar:

               a) Hellisheiði-Hverahlíð, samtenging á iðnaðarsvæðum  og síðan skiljuvatnslögn frá                Hellisheiðavirkjun til sjávar við Þorlákshöfn.

               b)Gerð lóðar fyrir minkabú á iðnaðarsvæði I14 norðan við Þorlákshöfn.

Skipulagslýsingarnar eru á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is   undir kassanum á forsíðunni, framkvæmdaleyfi og skipulag.

*Á fundinum verður einnig rætt um umferðaröryggisáætlun fyrir Ölfus. Gert er ráð fyrir að vinna hana með íbúum Ölfuss.

*Rætt um staðsetningu á gámasvæði innan Þorlákshafnar.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúskaffi fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 16.

 

Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?