Fjöldi frábærra vinninga.
Skólalúðrasveitin okkar hér í Þorlákshöfn stefnir á æfinga- og tónleikaferð til útlanda næsta sumar. Í fjáröflunarskyni halda krakkarnir (og foreldrar þeirra) bingó í sal Grunnskólans miðvikudagskvöldið 16.desember nk. kl.19:30.
Fjöldi frábærra vinninga: Konfekt og kjötveisla, humar og harðfiskur, sælgæti og sundkort, ræktarkort og rósaskreyting, fjölskylduspil og fegrunarmeðferð, ýsa og alls konar! Verð á spjöldum er eftirfarandi:
1 spjald kr. 500
2 spjöld kr. 800
4 spjöld kr. 1500
Spjöldin verða svo á niðursettu verði eftir hlé :-)