Dagana 10. og 11. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. ATH að spáin fyrir næstu daga er ekki góð og því ekki sniðugt að setja trén út fyrr en eftir að það lægir.
Einnig geta íbúar losað sig við jólatrén á gámasvæði Sveitarfélagsins Ölfuss á opnunartíma. Það þarf ekki miða til að skila inn jólatrjám.
Flugeldar – Hreinsun og förgun
Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Við hvetjum íbúa til að sýna gott fordæmi og hreinsa upp eftir sig og koma í förgun á gámasvæði Sveitarfélagsins. Það þarf ekki miða þegar komið er með þetta á gámasvæðið. Ef sem flestir gefa sér tíma í það á nýja árinu að fegra nærumhverfi sitt og aðstoða þá komum við bænum í gott horf fljótt og örugglega að áramótunum liðnum.
Gámasvæði
Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 15:00 - 18:00
Föstudagar frá kl. 13:00 – 18:00
Laugardagar frá kl. 12:00 - 16:00
Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang af neinu tagi utan gámasvæðis.
Nýárskveðjur
Davíð Halldórsson
umhverfisstjóri