Söngvakeppni Samfés

usss-1
usss-1
Frá USSS

Mikil stemmning var í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar seinasta föstudag en þar fór fram USSS sem er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés. Um 400 ungmenni  úr 8.-10. bekk af öllu suðurlandi mættu með sinni félagsmiðstöð til að styðja við bakið á sínum keppendum.

 

Mikil stemmning var í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar seinasta föstudag en þar fór fram USSS sem er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés. Um 400 ungmenni  úr 8.-10. bekk af öllu suðurlandi mættu með sinni félagsmiðstöð til að styðja við bakið á sínum keppendum.

Þrjár félagsmiðstöðvar voru svo valdar af dómnefnd til að keppa í söngvakeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll í mars en þær félagsmiðstöðvar voru félagsmiðstöðin Skjálftaskjól frá Hveragerði, félagsmiðstöðin Oz frá Vík í Mýrdal og félagsmiðstöðin Tvisturinn frá Hvolsvelli.

Fyrir hönd Svítunnar keppti Jóna Vigdís Gunnarsdóttir og stóð hún sig frábærlega. Þökkum við henni kærlega  fyrir þátttökuna.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?