Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Umræðu og vinnuvika 14. - 20. julí 2013
Boðað er til umræðu og vinnuviku í Póllandi dagana 14. - 20. júlí 2013. Að vikunni stendur Krzyzova stofnunin í Póllandi sem stuðlar að bættri sambúð í Evrópu og nýtur stuðnings Grundtvigs áætlunarinnar.
Söngvar kynslóðanna
Umræðu- og vinnuvika 14 .- 20. júlí 2013
Boðað er til umræðu- og vinnuviku í Póllandi dagana 14.-20 júlí 2013. Að vikunni stendur Krzyzova-stofnunin í Póllandi, sem stuðlar að bættri sambúð i Evrópu og nýtur stuðnings Grundtvigs-áætlunarinnar. Þema vikunnar er hlutverk tónlistar í þjóðfélaginu og í lífi þátttakendanna. Saman koma fulltrúar hinna ýmsu kynslóða og þjóðerna sem eiga samskipti og samstarf, finna út hvað þeir eiga sameiginlegt , hvað sé líkt með þeim og hvað ólíkt og hvað skilur að þjóðir og aldur.
Til vikunnar er boðið fólki frá 27 Evrópusambandsríkjunum, Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss (EFTA-ríkjunum) svo og Króatíu og Tyrklandi, sem eiga aðildarumsókn að sambandinu. Þátttakendur séu 18 ára og eldri.
Allur kostnaður þátttakenda er greiddur af Símenntunar-áætlun þeirri sem kennd er við Grundtvig.
Umræður fara fram á ensku.
Umsóknarfrestur er til 13. maí.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, kórstjóri, Þorlákshöfn sótti um og fékk inni ásamt öðrum kórstjóra frá Íslandi.