Í gær var undirritaður verksamningur við Íslenska gámafélagið hf. um sorphirðu í sveitarfélaginu. Verkið felst í söfnun úrgangs úr sorp- og endurvinnsluílátum við öll heimili í Sveitarfélaginu Ölfusi bæði í þéttbýli og dreifbýli auk þjónustu við mótttöku- og flokkunarstöð sveitarfélagsins við Norðurbakka 6, Þorlákshöfn og á hafnarsvæði sem felst í leigu á gámum og flutningi á úrgangi í afsetningu og endurvinnslu.
Samningurinn er til fimm ára 2025-2030 og tekur gildi frá og með 1. apríl. n.k. og mun fyrirtækið taka yfir alla sorphirðu frá og með þeim tíma.
Um leið vill sveitarfélagið þakka fráfarandi verktaka Kubb ehf. fyrir mjög góða þjónustu þau undanfarin sex ár sem fyrirtækið hefur séð um sorphirðu í Ölfusi.