Staða skólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn er laus til umsóknar

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða skólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu og skýrri sýn á skólastarf og veitir faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.
Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda þeim góða skólabrag sem hefur einkennt starf Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi eða fyrr eftir samkomulagi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?