Stór dagur framundan hjá körfuknattleiksliðinu

Körfubolti_Mynd_hafnarfretta
Körfubolti_Mynd_hafnarfretta

Eftir úrslitaleik körfuknattleiksliðs Þórs í Laugardalshöllinni á morgun, verður efnt til móttöku í Þorlákshöfn til að fagna frábærum árangri liðsins, sama hvernig leikurinn fer.

Framundan er stór dagur fyrir körfuknattleikslið Þórs í Þorlákshöfn þar sem liðið spilar í fyrsta skipti bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn fer fram á morgun, laugardaginn 13. febrúar og hefst klukkan 16:30. Boðið verður upp á sætaferðir á leikinn frá íþróttahúsinu og er mæting þar kl. 14:30.

Ákveðið hefur verið að efna til móttöku í íþróttahúsinu klukkan 20:00 um kvöldið til að óska liðinu til hamingju með frábæran árangur. Ljóst er að hvernig sem leikurinn fer, þá snúa drengirnir heim sem hetjur og eru allir stuðningsmenn liðsins boðnir velkomnir á mótttökuna til að hylla liðið.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn í Laugardalshöllinni, en miða á leikinn er hægt a kaupa á www.tix.is eða við innganginn.


Meðfylgjandi mynd var fengin af vef Hafnarfrétta: http://hafnarfrettir.is/2016/01/25/thorsarar-a-leidinni-i-hollina/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?