Helgina 23. til 25. apríl ætla íbúar í Ölfusi að taka höndum saman og hreinsa Þorlákshöfn og Ölfusið.
-Gámur verður staðsettur á malarplaninu við Brynjólfsbúð.
Reynið að flokka ruslið eins og hægt er til að auðvelda starfsmönnum Ölfuss að tæma gáminn.
-Við hvetjum fjölskyldur til að halda sig saman og blandast ekki við aðrar.
-Hver fjölskylda þarf að koma með sína eigin poka þetta árið.
-Hvetjum alla til að setja inn myndir á Plokkarar í Ölfusi með myllumerkinu #PLOKK2021.
-Þorlákshöfn verður svæðaskipt eftir korti sem birtist á Plokkarar í Ölfusi.
-Hvetjum alla íbúa Ölfus til að vera með.
-Skorum á fyrirtækin í sveitafélaginu að taka til í kringum hjá sér.