Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Versölum þriðjudaginn 13. apríl sl. Að þessu sinni komu nemendur úr
Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar til keppninnar.
Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga og athygli í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Að fá alla
nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Keppnin er í sjálfu sér aukaatriði og forðast skyldi að
einblína á sigur eins og fram kemur á heimasíðu samtakanna.
Allir upplesararnir sem lásu í Stóru upplestrarkeppninni stóðu sig mjög vel. Þeir sem lentu í þremur efstu
sætunum voru:
1.sæti Svanhildur Eiríksdóttir, Vestmannaeyjum
2.sæti Axel Örn Sæmundsson, Þorlákshöfn
3.sæti Diana Dögg Magnúsdóttir, Vestmannaeyjum
(Heimild: heimasíða Grunnskólans í Þorlákshöfn).