Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. apríl næstkomandi.

Stóri plokkdagurinn er árlegur viðburður sem er skipulagður af félagsskapnum Plokk á Íslandi í samstarfi við Rótarýhreyfinguna á Íslandi.

Sveitarfélagið Ölfus hvetur íbúa í Ölfusi til virkrar þátttöku í deginum. Það er tilvalið að taka hressilega til hendinni í sínu næsta nágrenni.

Margar hendur vinna létt verk!

 

Við plokkum því að.......

  • Við viljum búa í fallegu umhverfi
  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Við viljum vera góðar fyrirmyndir
  • Við viljum hvetja til samvinnu með nágrönnum

 

Hægt verður að nálgast ruslapoka á Gámasvæðinu við Norðurbakka föstudaginn 25. apríl frá kl 13:00 – 18:00 og laugardaginn 26. apríl frá 10:00 – 14:00

Hvað þarf að hafa:

  • Glæra plastpoka. Best er að hafa 2 poka, setja plast í einn og allt annað í hinn.
  • Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.
  • Plokktangir er ágætar, ekki nauðsynlegar.

Það verða staðsettir 4 gámar í Þorlákshöfn:

  • Malarplanið við Íþróttahúsið
  • Á Selvogsbraut milli Eyjahrauns og Setbergs
  • Við Rásarmóa við hliðina á Krónunni
  • Á planinu við Þjónustumiðstöð

 

Einnig er hægt að safna saman pokum á ákveðnum stöðum og senda myndir á david@olfus.is

Gámarnir:

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?