Stórt skip lestar vikur í Þorlákshöfn

Í dag kom til Þorlákshafnar eitt stærsta skip sem komið hefur til Þorlákshafnar 

Í dag kom til Þorlákshafnar eitt stærsta skip (tæpir 133 metrar)  sem komið hefur til Þorlákshafnar að lesta vikur fyrir BM Vallá og lagðist að Skarfaskersbryggju.  Vikrinum verður svo skipað upp í Cuxhaven í Hollandi.


Flutningaskipið Onego Trader var smíðað í Hollandi árið 2001 og er 133 metra langt og 6.301 brúttótonn.


Sjá má skipið á meðfylgjandi myndum sem Vignir Arnarson tók.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?