Strandhreinsunardagur

Sumardaginn fyrsta, þann 22.apríl nk. ætlar Brimbrettafélag Íslands (BBFI) að standa fyrir strandhreinsunardegi við brimbrettastaði Þorlákshafnar (aðalbrotið og ströndina), sem þakklætisvott við Sveitarfélagið Ölfus.
Sérstaklega er óskað eftir brimbrettaiðkendum og náttúruunnendum en allir velkomnir.

Mæting kl 14:00 við aðalbrotið (útsýnis pallurinn).

Við biðjum fólk um að koma með sína eigin poka, gæta að sóttvarnarreglum og að reyna að flokka ruslið eins og hægt er til að auðvelda starfsmönnum Ölfuss að tæma gáminn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?