Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og endurbóta á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.
Um er að ræða styrk að fjárhæð kr. 31.750.500.- til verkefnisins Reykjadalur 2019. Unnið að 7. áfanga í endurbótum á dalnum en markvisst hefur verið unnið sl. ár að endurbótum. Styrkur til að bæta malarstíga, bæta við trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá, við upphaf ferðar inn í dalinn.
Einnig er um að ræða styrk að fjárhæð kr. 10.891.540.- til verkefnisins Arnarker. Styrkur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum en hann er orðinn að drullusvaði, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn.