Styrkleikarnir 2023

Styrkleikarnir eru sólarhringsviðburður sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki og þátttaka er ókeypis

Fjölskyldur, fyrirtæki, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa liðsfélaga á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn.

Styrkleikarnir snúast um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Styrkleikarnir eru þegar haldnir í yfir 30 löndum og í um 4500 bæjarfélögum um allan heim til þess að safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita fólki með krabbamein og aðstandendum þess ráðgjöf og þjónustu.

Viðburðurinn er alltaf skipulagður í nærsamfélagi og undirbúinn og framkvæmdur að langmestu leyti af sjálfboðaliðum.

Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni www.styrkleikarnir.is.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?