Frestur til að sækja um styrki í Lista- og menningarsjóð Ölfuss rennur út mánudaginn 3. október.
Menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Lista- og menningarsjóði Sveitarfélagsins. Styrkir eru veittir til verkefna sem unnið er að á tímabilinu 1. september 2011 - 31. ágúst 2012.
Markmið sjóðsins er:
-að efla hverskonar menningarstarfsemi, list og listiðnað í Sveitarfélaginu.
-að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði menningarmála er tengjast Sveitarfélaginu á einn eða annan hátt.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu, Bæjarbókasafni Ölfuss eða á vef sveitarfélagsins www.olfus.is. Í umsókn skulu markmið verkefna og áætlanir um framkvæmd þeirra vera skýrar. Sýnt skal fram á að styrkurinn sé líklegur til að efla menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu.
Upplýsingar um reglur Lista- og menningarsjóðs Sveitarfélagsins Ölfuss er hægt að finna á vef sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2011. Umsóknir sendist á Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, merkt Lista- og menningarsjóður Ölfuss eða með netpósti á netfangið barbara@olfus.is.
Nánari upplýsingar veitir Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi í síma 480 3830 eða 863 6390.
Menningarnefnd Ölfuss