Styrkumsóknir í Lista- og menningarsjóð Ölfuss

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Ölfuss.

Markmið sjóðsins er:

- Að efla hvers konar menningarstarfsemi og list í sveitarfélaginu.
- Að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði lista- og menningarmála er tengjast sveitarfélaginu á einn eða annan hátt.

Upplýsingar um reglur sjóðsins er að finna á vef sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að rökstuðningur og greinargóð lýsing á verkefninu sem sótt er um styrki fyrir fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til 2.nóvember 2020 og skulu umsóknir berast til sviðsstjóra fjármála-, stjórnsýslu- og menningarsviðs í gegnum vef sveitarfélagsins eða í tölvupósti sandradis@olfus.is

Nánari upplýsingar veitir Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri í síma 480 3800 eða tölvupósti sandradis@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?