Þá er sumarið á næsta leiti og þá er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum (Hveragerði).
Opið er frá kl. 10:00 til 17:00
Að venju verður ýmislegt að sjá og gera:
- Á sölutorgi verður hægt að nálgast ferskt grænmeti, blóm, kryddolíur, jarðaberjaplöntur tilbúnar í stofugluggann og fleira til.
- Bananahúsið verður opið fyrir þá sem vilja smá hitabeltisstemmingu.
- Á útisvæðum verða vélar og tæki til sýnis og hægt að fá ketilkaffi og kannski sykurpúða til að grilla.
- Í verknámshúsi verða verkefni nemenda til sýnis, tjarnir og náttúrugrjót. Einnig verða þar grillaðar pylsur til sölu og ís.
- í eldhúsinu verða að venju vöfflur, kaffi og kakó til sölu ásamt ís sem hægt er að njóta í hlýjunni í garðskálanum.
- Um miðjan daginn verður að venju hátíðardagskrá þar sem forseti Íslands afhendir garðyrkjuverðlaunin sem nú eru veitt í 20. sinn.
Sjáumst hress á sumardaginn fyrsta!
Hátíðardagskrá í Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi 21. apríl 2022 kl. 14:00—15:00
Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson
14:00 – 14:05 Tónlistaratriði - Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, þverflautunemandi
14:05 – 14:10 Setning – Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur
14:00 – 14:30 Garðyrkjuverðlaun LbhÍ 2022
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson
14:30 – 14:35 Tónlistaratriði - Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, þverflautunemandi
14:35 – 14:45 Umhverfisverðlaun Hveragerðis – Formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson
14:45 – 14:55 Ávarp – Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu
14:55 – 15:00 Slit – Björgvin Örn Eggertsson, fundarstjóri