Sumarlestri bókasafnsins er lokið
Þá er sumarlestri bókasafnsins lokið. Fjörutíu krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt og aragrúi af miðum bárust í lukkukassann okkar á bókasafninu.
Þá er sumarlestri bókasafnsins lokið. 40 krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt og aragrúi af miðum bárust í lukkukassann okkar á bókasafninu. Þema sumarsins var 60 ára afmæli Þorlákshafnar og var því ákveðið að fara í heimsókn í fyrirtæki á skemmtideginum okkar í júní. Farið var í Atlandshumar og Kuldabola í flottu veðri og skemmtu krakkarnir sér vel.
16.júlí fengu krakkarnir heimsókn til sín á bókasafnið þar sem Ingveldur Pétursdóttir sagði þeim frá æskuárum sínum í Þorlákshöfn. Dregið var svo úr sumarlestrinum 27.júlí og fengu krakkarnir bókaverðlaun. Í ár var það strákur sem er að fara í 5.bekk sem las flestar blaðsíður og bækur en það var Jakob Unnar Sigurðarson. Hann las 20.287 blaðsíður í 85 bókum. Það er gaman að segja frá því að þetta er annað árið í röð sem hann vinnur í sumarlestrinum. Allir krakkarnir fengu svo viðurkenningarskjal þar sem árangur sumarsins kom fram. Krakkarnir lásu í heildina 49.027 blaðsíður í 476 bókum..
Árangur krakkana var með eindæmum góður og verður vonandi til þess að hvetja þau og aðra krakka áfram í lestri. Takk fyrir sumarið krakkar og sjáumst vonandi að ári!
Júlíana Ármannsdóttir starfsmaður Bæjarbókasafns Ölfuss.
Þessir krakkar voru dregnir út:
1. útdráttur: Hrund Isabien Gabon
2. útdráttur: Daníela Stefánsdóttir
3. útdráttur: Ísak Máni Þráinnsson
4. útdráttur: Þrúður Sóley Guðnadóttir
5. útdráttur: Daníel Rúnarsson
6. útdráttur: Eva Þórey Jónsdóttir
7. útdráttur: Þórdís Páley Guðnadóttir
Árangur í bekkjum
1. bekkur
Þórdís Páley Guðnadóttir las 578 blaðsíður í 20 bókum
2. bekkur
Bjarki Fannar Magnússon las 1016 blaðsíður í 4 bókum
3. bekkur
Þrúður Sóley Guðnadóttir las 4085 blaðsíður í 43 bókum
4. bekkur
Aðalbjörg Ósk Sturlaugsdóttir las 1801 blaðsíðu í 20 bókum
5. bekkur
Jakob Unnar Sigurðarson las 20.287 blaðsíður í 82 bókum
6. bekkur
Þórey Katla Brynjarsdóttir las 593 blaðsíður í 5 bókum
7. bekkur
Ólafía Sigurrós Bjarkadóttir las 457 blaðsíður í 10 bókum