Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi

Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Ölfusi:

Umsóknareyðublöð eru á bæjarskrifstofum eða á eftirfarandi slóð:  https://www.olfus.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-um-starf  
Sendið umsókn á david@olfus.is eða skilið inn umsókn á bæjarskrifstofur Ölfus.

Umsóknarfrestur er til og með 07.04.2021

Störf hjá vinnuskólanum:

Yfirflokkstjóri vinnuskólans

  • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt umhverfisstjóra.
  • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum).
  • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
  • Bílpróf skilyrði.
  • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
  • Lágmarksaldur 22 ára.

Flokkstjórar vinnuskólans

  • Umsjón með vinnuhóp í vinnuskólanum.
  • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum               

tengd vinnuskólanum).

  • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
  • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
  • Lágmarksaldur 20 ára.

Störf hjá þjónustumiðstöð:

Verkstjóri yfir sláttudeild

  • Umsjón með starfsmönnum sláttuhóps.
  • Skipulagning og ábyrgð á garðslætti og hirðingu á opnum svæðum í samráði við umhverfisstjóra.
  • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
  • Reynsla af viðhaldi véla og vinnuvélaréttindi æskileg.
  • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
  • Lágmarksaldur 22 ára.

Sumarstarfsfólk í sláttudeild og þjónustumiðstöð

  • Vinna við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum ásamt ýmsum verkefnum  Þjónustumiðstöðvar.
  • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
  • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
  • Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.
  • Lágmarksaldur 17 ára.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Halldórsson umhverfisstjóri í síma 899 0011 eða  david@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?