Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir að ráða matreiðslumann til starfa.
14.05.2018
Viðkomandi mun bera ábyrgð á matseld fyrir nemendur og starfsmenn leik- og grunnskóla í Þorlákshöfn.
Rekstur skólaeldhúss er samstarfsverkefni með Leikskólanum Bergheimum og Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Verkefnin eru fjölbreytt en auk þess að matreiða hádegismat hefur matreiðslumaður umsjón með morgun- og síðdegiskaffi.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi getið hafið störf 1. ágúst eða að hausti 2018. Vinnutími er að jafnaði frá kl. 07-15 alla virka daga.
Starfssvið
- Ábyrgð á rekstri mötuneytis
- Ábyrgð á innkaupum og birgðahaldi
- Ábyrgð á vinnuskipulagi þeirra sem starfa í mötuneyti á hverjum tímaMenntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu nauðsynleg
- Reynsla af stjórnun eldhúss er æskileg
- Umsjón með vinnslu matseðla með næringarútreikningum
- Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- Góð framkoma og rík þjónustulund
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Snyrtimennska og hreinlæti er skilyrði
Í leikskólanum Bergheimum eru um 90 nemendur og 30 starfsmenn og í Grunnskólanum í Þorlákshöfn eru 230 nemendur og 55 starfsmenn. Eldhúsið er glæsilegt í nýlegri byggingu leikskólans og fullbúið tækjum. Báðir skólarnir eru lifandi og skemmtilegir vinnustaðir sem vinna samkvæmt skólastefnu Ölfuss með einkunnarorðiðn: „Vinátta, Virðing, Velgengni“ og Grænfánastefnu sem gerir þá kröfu að hráefni og nýting matvæla sé í samræmi við stefnuna.
Í Sveitarfélaginu Ölfusi búa yfir 2100 manns í þéttbýli og dreifbýli. Í Þorlákshöfn er aðstaða eins og hún gerist best; góðir skólar, öflugt og fjölbreytt félagslíf og glæsileg íþróttamiðstöð.
Umsóknir í gegnum capacent.is
Hamingjan er hér!
X
Loka
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin