Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir starfsmanni til starfa í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar

Sveitarfélagið Ölfus  óskar eftir að ráða starfsmann við Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Vegna eftirlits í búningsklefum kvenna koma kvenkyns umsækjendur eingöngu til greina.

Starfið er vaktavinna sem felur m.a. í sér umsjón og eftirlit á sundlaugarmannvirkjum og búningsklefum, ræstingu og öðru því sem mannvirkinu tilheyrir.

Hæfniskröfur: Starfsmaður þarf að hafa áhuga á íþróttum og æskulýðsstarfi, vera þjónustulipur með góða framkomu og hafa gaman af að starfa með börnum. Viðkomandi þarf að vera vel syndur, standast hæfnispróf sundstaða og vera með skyndihjálparpróf.

Laun eru skv. kjarasamningi FOSS.

Umsóknum skal skila rafrænt, en rafrænt umsóknarblað er inná heimasíðunni undir störf í boði. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Umsækjandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar M. Sigurðsson,  íþrótta – og æskulýðsfulltrúi, í síma 4803891.

Öllum umsóknum verður svarað.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?