Hröð uppbygging og fjölgun íbúa felur í sér ýmis tækifæri og þörf á fjölgun dagvistunarúrræða og því hvetur sveitarfélagið áhugasama aðila til að kynna sér starfsumhverfi dagforeldra.
Dagforeldrakerfið er samfélaginu gríðarlega mikilvægt. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar og setja sína gjaldskrá sjálfir. Sveitarfélagið styður við starfsemina með niðurgreiðslum á vistunargjöldum til foreldra og í skoðun er að styrkja kerfið enn frekar með ýmsum hætti.
Til að fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þarf að uppfylla skilyrði sbr. reglugerð um daggæslu í heimahúsi nr. 907/2005. Sveitarfélagið sér ekki um umsóknir fyrir börn hjá dagforeldri og foreldrar/forráðamenn hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið.
Eftirlit með starfseminni er í höndum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en starfsmenn sveitarfélagsins eru ávallt reiðubúnir til að vera dagforeldrum innan handar.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu sveitarfélagsins eða í síma 480-3800