Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Viðburðurinn fer fram í Versölum kl. 14:00 miðvikudaginn 24. maí.
Dagskrá:
- Sviðsstjóri Fjölskyldu og fræðslusviðs flytur stutt ávarp
- Alma Möller, landlæknir, kynnir heilsueflandi samfélag.
- Undirskrift/myndataka.
- Danshópur sýnir dans, umsjón Anna Berglind Júlídóttir
Allir velkomnir