Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir því að kaupa húsnæði undir eldhúsrekstur

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir því að kaupa 250 til 300 fermetra húsnæði til matvælavinnslu sem nýtast mun sem sameiginlegt eldhús fyrir stofnanir sveitarfélagsins.

 

Gerðar eru eftirfarandi kröfur til húsnæðisins:

*250 til 300 m2 á einni hæð.

*Lágmark 8 bílastæði á lóð.

*Aðstaða til móttöku aðfanga um vöruhurð.

*Skilyrði að húsið uppfylli kröfur til matvælavinnslu.

*Skilyrði um snyrtilegt umhverfi.

*Krafa um að útsvæði geti rúmað sorpgáma og fl., afgirt port er kostur.

 

Áhugasamir hafi samband við Sigmar B. Árnason með tölvupósti á sigmar@olfus.is fyrir 23. febrúar nk.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?