Eins og vonandi flestum er kunnugt, er nú efnt til íbúakosningar eða öllu heldur könnunar í Ölfusinu. Könnunin hefur nú verið opnuð og er hægt að kjósa til 26. mars.
Í hádeginu í dag höfðu 399 Ölfusingar kosið í fyrstu rafrænu íbúakosningunni á Íslandi, eða rétt tæplega 30% af þeim 1.432 sem eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Kosningin hófst þann 17. mars síðastliðinn en henni lýkur fimmtudaginn 26. mars, í lok dags.
Þó þetta heiti kosning, er kannski fremur um könnun að ræða þar sem kannaður er áhugi íbúa á að fara í sameiningaviðræður og líka, við hverja ætti helst að ræða.
Einnig er kannaður áhugi íbúa á að breyta tímasetningu Hafnardaga, bæjarhátíðar Ölfuss.
Könnunina er hægt að nálgast HÉR en allar upplýsingar er hægt að finna með því að fara inn á tenglana hér fyrir neðan. Þeir sem eru í vandræðum og þurfa aðstoð við að fá rafræn skilríki eða Íslykil, geta fengið aðstoða á bókasafninu, en Bæjarbókasafn Ölfuss er opið til kl. 19:00 á fimmtudaginn.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessari kosningu, láta sig málin varða, nýta lýðræðislegan rétt sinn og prufa þetta nýja kosningakerfi.
Til að sækja um Íslykil, þarf að fara inn á eftirfarandi vefsíðu:
https://innskraning.island.is/?panta=1