Tendrun jólatrés 1. desember.

Jólatré Sveitarfélagsins Ölfuss verður tendrað, við hátíðlega athöfn 1.desember kl. 18:00, á Ráðhústorginu. Kórar Grunnskólans í Þorlákshöfn, ásamt hlóðfæraleikurum, mæta og syngja falleg jólalög með okkur og hver veit nema nokkrir sniðugir jólasveinar mæta á svæðið. Kiwanismenn verða að sjálfsögðu á svæðinu með heitt súkkulaði í boði Landsbankans. 

Sú hefð hefur skapast að fyrirtæki á svæðinu bjóði uppá jólaopnun þennan dag og í ár verður engin undantekning á því.

Kompan verður með opið frá 18-21. Tilboð á vörum og ýmsir aðilar mæta með varning til sölu, jólatónlist, kakó og kósý stemning. 

Hendur í höfn verður með jólaopnun frá 16-22. Jólamatseðill ásamt spennandi jóladrykkjum. Ásta Grímsdóttir mun lesa upp úr bókinni sinni ,,Nú erum við í ljótum málum. Sögur af Týra og Bimbó," kl. 19.30. Bókin verður til sölu á staðnum og hægt er að fá áritun.

Meitillinn verður með pizzahlaðborð frá 18-21. Trúbador Ásgeir mun spila undir borðhaldi.

Café Sól verður með opið til 21:00 - Jólastemning, jólaglögg, ýmsar veitingar til sölu og lifandi tónlist. 
 
Viss verður með opið á vinnustofunni sinni frá 18-21. Jólahandverk til sölu.

Bjarkarblóm verður opið til 21:00 og mun Bergþóra standa vaktina og vera með aðventukransa, leiðisskreytingar, skreytingar, kerti og fleira. 
 
Í anddyri ráðhússins verður ýmislegt til sölu frá 17-21. Kerti, kort, glerenglar, smákökur, fatnaður og fatamarkaður.
 
Endilega takið kvöldið frá og eigum góða stund saman í upphafi aðventunnar.
 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?