Bjarnveig Bjarnadóttir teikning eftir Ásgrím Jónsson
Afmæli Listasafns Árnesinga
Laugardaginn 19. október nk. kl. 16-18:00, hlýða á vangaveltu á tímamótum og þiggja léttar veitingar.
Þér er boðið í afmæli í Listasafni Árnesinga
laugardaginn 19. október kl. 16-18
hlýða á vangaveltur á tímamótum
og þiggja léttar veitingar
Bjarnveig Bjarnadóttir, teikning eftur Ásgrím Jónsson
Fyrir fimmtíu árum eða þann 19. október 1963 var Árnesingum færð stór málverkagjöf sem lagði grunn að Listasafni Árnesinga. Gefendur voru Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar, Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir. Afhendingin fór fram í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands þar sem verkin voru til sýnis, en á þeim tíma var aðsetur Listasafns Íslands einnig í húsi Þjóðminjasafnsins.
Á þessum tímamótum viljum við fagna þessu framtaki og skoða hvaða þýðingu þessi gjöf hefur haft og tækifæri sem felast í safninu. Flutt verða sex stutt erindi og að þeim loknum er opið fyrir spurningar og umræður gesta og frummælenda. Að endingu verður boðið upp á léttar veitingar. Leitað var til einstaklinga með það í huga að varpa sýn á Bjarnveigu sem listaverkasafnara, tengsl hennar við Ásgrím Jónsson og þetta svæði ásamt löngun hennar að ungt fólk fái notið góðra lista.
Frummælendur eru:
· Knútur Bruunlistaverkasafnari með meiru sem fjalla mun um ástríðuna fyrir myndlist.
· Dagný Heiðdaldeildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands. Hún mun segja frá starfi Bjarnveigar við Safn Ásgríms Jónssonar þegar það var opnað árið 1960, en nú er það deild innan Listasafns Íslands. Hún ræðir einnig um gildi samstarfs Listasafns Íslands við önnur innlend listasöfn svo sem Listasafn Árnesinga.
· Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir frá 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins í ár og ræðir um gildi og samstarf safna í samfélaginu.
· Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og fyrsti safnstjóri Listasafns Árnesinga mun líta tilbaka og skoða hvernig safnið hefur þróast.
· Ásthildur B. Jónsdóttir lektor í kennslufræðum sjónlista í Listaháskóla Íslands (og stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni) ræðir um gildi safna fyrir listkennslu og tækifæri sem þar liggja.
· Margrét Elísabet Ólafsdóttir doktor í list- og fagurfæði. Margrét sem ólst upp á Selfossi mun rifja upp minningar um Listasafn Árnesinga og velta upp framtíðarsýn á starfsumhverfi listasafna.
Undir samheitinu HLIÐSTÆÐUR OG ANDSTÆÐUR eru nú tvær sýningar uppi í safninu, annars vegar Samstíga sem er um abstraktlist og svo skúlptúrar eftir Rósu Gísladóttur. Í tengslum við sýningarnar hefur einnig verið sett upp listasmiðja þar sem börn á öllum aldri fá að spreyta sig.
Sunnudaginn 20. október bjóðum við börn sérstaklega velkomin til þess að fagna með okkur í listasmiðjunni og fá blöðru að launum.