Þetta er að hafast, en enn er of snemmt að hrósa sigri.

ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI.

Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll þau 200 sýni sem voru tekin á þriðjudaginn reyndust neikvæð, sem sagt ekkert þeirra sem þar voru skimuð reyndust með Covid. Einn einstaklingur í Þorlákshöfn greindist þó með Covid í gær en það smit hefur ekki áhrif á skólastarfið. Þar var um að ræða einstakling sem var í sóttkví og smitið rakið til hópssmits á vinnustað.

STAÐAN NÚNA
Staðan núna er því sú að 14 íbúar eru í einangrun og 99 í sóttkví í Þorlákshöfn. Það sýnir að baráttan er ekki búinn þótt sannarlega líti þetta betur út en um tíma horfði til.

SKIMUN Á MORGUN
Á morgun kl. 9 verða þeir nemendur og starfsfólk sem verið hafa í sóttkví skimaðir hér í skólanum. Einnig geta aðrir bókað sýnatöku, valið Selfoss sem skimunarstað og mætt hér kl. 9.

SAMSTAÐAN HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI
Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum.

ÁFRAM ÞÓR
Leikur Þórs og Vals sem spila átti í kvöld var frestað til morguns. Í þeim anda sem íbúar hafa sýnt tók Sveitarfélagið Ölfus sig til og keypti alla miða á leikinn til að tryggja að félagið okkar yrði ekki fyrir tekjutapi þótt spila yrði án áhorfenda. Samtímis var ákveðið að veita öllum velunnurum okkar frábæra liðs tækifæri til að fylgjast með leiknum í gegnum beina útsendingu á youtuberás Þórs.

...OG ÉG KOMINN Í ÞRIÐJU SÓTTKVÍNNA
Þó að það sé nú smá mál í þessu öllu saman er það af mér að frétta að ég er kominn í sóttkví. Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína.

Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu. Fyrst með Bjartey Bríet Elliðadóttir, svo með Nökkvi Dan Elliðason og nú með henni Bertha Johansen.  Þetta er sem sagt þriðja sóttkvíin mín og ég því komin með góða reynslu

KLÁRUM VIKUNA

Kæru vinir, nú klárum við þetta með stæl. Það sem mestu skiptir núna þegar böndum verður komið á hópsmitið er að vera á varðbergi og fara STRAX í skimun ef vart verður svo mikið sem minnstu einkenna. Eftir helgina skiputm við svo í hærri gír, sem okkar magnaða samfélagi fellur jú ljómandi vel.

Takk fyrir allt, kæru íbúar í Þorlákshöfn, þið eigið þannan árangur sem þegar hefur verið náð og ég veit að þið ætlið að ná fullnaðar sigri. Ég skora því á ykkur að vera á varðbergi gagnvart einkennum og far STRAX í skimun ef þið finnið fyrir þeim.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?