Fréttatilkynning
Gagnaveita Reykjavíkur mun byggja upp og reka háhraða ljósleiðarakerfi, í Þorlákshöfn og Ölfusi.
Þorlákshöfn og Ölfus tengjast Ljósleiðaranum
|
Gagnaveita Reykjavíkur mun byggja upp og reka háhraða ljósleiðarakerfi, í Þorlákshöfn og Ölfusi. Fyrirtækið og Sveitarfélagið Ölfus hafa gert með sér samning þessa efnis og verður tengingum lokið á þessu ári. Kerfið verður í eigu Gagnaveitunnar, sem einnig sér um rekstur þess. Ýmis fyrirtæki munu bjóða íbúum sveitarfélagsins net-, síma- og sjónvarpsþjónustu um Ljósleiðarann.
Ljósleiðarinn er öflugasta fjarskiptatenging sem í boði er. Það er því bylting fyrir íbúa og atvinnurekstur að geta tengst ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar, sem nú þegar nær til um 60 þúsund heimila á sunnan- og vestanverðu landinu.
Gert er ráð fyrir að tengja bæði heimili í Þorlákshöfn auk í dreifbýli sveitarfélagsins. Undirbúningur verksins er hafinn og jarðvinna í þéttbýlinu hefst í apríl. Gert er ráð fyrir að þjónusta um ljósleiðarakerfið verði í boði í október í þéttbýlinu og í desember í dreifbýli.
Það voru þeir Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss og Birgir Rafn Þráinsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rituðu undir samninginn í dag.
|