FRAMKVÆMDALEYFI byggt á reglugerð nr. 772/2012.
Framkvæmdaleyfi fyrir Þorláksskóga á svæði norðan og vestan við Þorlákshöfn.
Þorláksskógar eru samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Svæðið tekur yfir um 4620 ha á Hafnarsvæði og er innan lands Landgræðslu ríkisins og jarðarinnar Þorlákshöfn.
Samþykkt á grunni heimildar í skipulagslögum að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt til uppgræðslu.
Í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi segir eftirfarandi: Framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum eru ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í 5. gr. reglugerðarinnar segir einnig: Umsækjanda um framkvæmdaleyfi og viðkomandi sveitarfélagi er heimilt að skjóta máli til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála leiki vafi á því hvort framkvæmdir eru framkvæmdaleyfisskyldar.
Skýrsla er með verkefninu unnin af Verkfræðistofunni Eflu. fylgiskjal 1.
Í fylgiskjali 2 er umsögn Skipulagsstofnunar um að verkefnið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Í fylgiskjali 3 er gert grein fyrir vegaslóðum innan svæðisins, 3 m breiðum, til að flytja efni, áburð, trjáplöntur o. fl.
Verkefninu er áfangaskipt í fjóra áfanga og nær verkefnið yfir 20 ár.
Kynning á gögnum með verkefninu er á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss, www.olfus.is
Samþykkt eru framlögð gögn.
Meðfylgjandi gögn:
- Þorláksskógar, landgræðslu- og skógræktarverkefni á Hafnarsandi. Greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu, dags 23.11.2017.
- Þorláksskógar, landgræðslu- og skógræktarverkefni á Hafnarsandi, ákvörðun um matsskyldu, Skipulagsstofnun dags. 21.2.2018.
- Yfirlitsmynd, Þorláksskógar, skipting svæða, staðsetning á vinnuslóða innan svæðisins.
Þorlákshöfn 6. júní 2018
_____________________________________________________________________
Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Framkvæmdaleyfið gefið út í samræmi við gögn sem fylgja með.
Meðfylgjandi gögn.