Þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði sínu. Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni en gert er ráð fyrir að NPA verði lögbundin þjónusta árið 2014.
Þróunar- og tilraunaverkefni um
Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)
Þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði sínu. Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni en gert er ráð fyrir að NPA verði lögbundin þjónusta árið 2014.
NPA er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, að fatlað fólk geti með persónulegri aðstoð valið hvernig þjónustunni er háttað. NPA byggir jafnframt á samkomulagi um mat á stuðningsþörf sem unnið er í samstarfi við félagsþjónustuna í heimabyggð.
Gert er ráð fyrir að einstaklingar, sem sótt geti um, falli undir lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, séu á aldrinum 16-66 ára, þurfi daglega aðstoð og eigi lögheimili í umdæmum Velferðarþjónustu Árnesþings, (Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi), félagsþjónusta Sveitarfélagsins Árborgar og félagsþjónustu Rangárvalla og VesturSkaftafellssýslu (Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi).Foreldrar fatlaðra barna á aldrinum 16-18 ára, sem þurfa daglega aðstoð, geta sótt um NPA (þó ekki fyrir grunnskólanemendur).
Unnið er að gerð reglna um tilraunaverkefnið í samræmi við handbók verkefnisstjórnar um NPA á landsvísu og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins og verða umsóknir afgreiddar þegar þær reglur hafa verið samþykktar og tekið gildi. Þar sem um tilraunaverkefni er að ræða verður horft til fjölbreytni í vali á þátttakendum í verkefnið.
Umsóknarfrestur til 5. október 2012
Umsóknir skulu berast til viðkomandi félagsþjónustu en þar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð og einnig á heimasíðu sveitarfélaganna.
Félagsþjónusta Sveitarfélagsins Árborgar,
Austurvegi 2, Selfossi sími: 480-1900
Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu,
Suðurlandsvegi 1-3, Hellu sími: 487-8125
Velferðarþjónusta Árnesþings,
Hveragerði, Sunnumörk 2, sími: 483-4000
Uppsveitir Árnessýslu og Flói, Laugarási, sími: 480-1180
Sveitarfélagið Ölfus, við Hafnarberg, sími: 480-3800