Þverflaututríóið ásamt kennara sínum
Stúlkurnar okkar stóðu sig einstaklega vel á sviðinu í Hörpunni
Síðastliðin ár hafa tónlistarskólar á Íslandi efnt til uppskeruhátíðar undir heitinu "Nótan". Af því tilefni er efnt til tónleika um allt land þar sem nemendur keppa um að taka þátt í næstu tónleikum og að lokum á lokatónleikum Nótunnar sem að þessu sinni var haldin í Hörpunni í Reykjavík um síðastliðna helgi. Á þeim tónleikum áttu Ölfusingar sína flytjendur á tónleikunum, en það voru þær Ólöf Sigurðardóttir, Kristrún Gestsdóttir og Inga Þórs Ingvadóttir sem spiluðu saman á þverflautu og mynduðu sérlega flottt þverflaututríó. Stúlkurnar voru glæsilegar á sviðinu og spiluðu af mikilli leikni og innlifun sem hreif tónleikagesti með sér.
Fyrstu tónleikar þeirra voru hér á Suðurlandi, næst spiluðu þær í Salnum í Kópavogi og að lokum á þessum lokatónleikum Nótunnar í Hörpunni. Við megum vera mikið stolt af þessum stúlkum og hefur Pamela, kennari þeirra unnið vel með þeim.
Meðfylgjandi myndir eru fengnar frá Sigþrúði Harðardóttur